Keflavík mistókst að taka toppsætið í 3. riðli Lengjubikarsins þegar þeir náðu aðeins jafntefli gegn ÍBV í Reykjaneshöllinni í dag. Guðmundur Steinarsson hafði komið Keflavík yfir í fyrri hálfleiknum. Þá hafði verið brotið af honum innan vítateigs og dæmd vítaspyrna. Guðmundur tók spyrnuna sjálfur en Albert Sævarsson varði frá honum. Guðmundur tók hinsvegar frákastið og skoraði.