Aðalfundur Lögreglufélags Vestmannaeyja, sem haldinn var fimmtudaginn 15. apríl samþykkti ályktun þar sem félagið lýsir yfir mikilli óánægju með það virðingaleysi sem samninganefnd ríkisins hefur sýnt lögreglumönnum með því að ganga ekki þegar til samninga við Landsamband lögreglumanna en samningar hafa verið lausir í 318 daga. Lögreglufélag Vestmannaeyja lýsir jafnframt yfir ánægju sinni með að Landsambandið vísi deilunni til gerðardóms.