Á vef Siglingstofnunar kemur fram, að vegna vestlægra vindátta hefur engin aska fallið í Landeyjahöfn og er unnið þar í dag, mánudag, samkvæmt áætlun. Athugun á mannvirkjum hefur leitt í ljós að engar skemmdir urðu í flóðunum. M.a. voru skoðaðir varnargarðar vestan Markarfljóts, sem skýla veginum niður að ferjulægi, og reyndust þeir allir heilir.