Á morgun, miðvikudaginn 21. apríl, má helst búast við öskufalli undir Eyjafjöllum, suður og suðaustur af eldstöðinni. Einnig suðvestur af eldstöðinni annað kvöld, jafnvel að Vestmannaeyjum. Óverulegar líkur á öskufalli suðvestanlands, samkvæmt tilkynningu frá sóttvarnalækni og almannavörnum. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni er gert ráð fyrir norðvestlægri átt, 3–8 m/s um morguninn en norðaustanátt 5–8 m/s síðdegis og dálítlu éli.