Jóna Heiða Sigurlásdóttir var í gær útnefndur Bæjarlistamaður Vestmannaeyja fyrir árið 2010 en útnefningin fór fram í sal Listaskóla Vestmannaeyja. Páley Borgþórsdóttir, formaður bæjarráðs afhenti verðlaunin fyrir hönd fræðslu og menningarráðs Vestmannaeyja og þakkaði um leið Sigurfinni Sigurfinnssyni, sem var Bæjarlistamaður 2009.