Toyota umboðið verður með bílasýningu næsta laugardag þar sem nýjustu bílarnir verða til sýnis og sölu. Sýningin verður við húsnæði Nethamars að Flötum og ætti enginn bílaáhugamaður að láta hana framhjá sér fara. Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi, var spurður út í sýninguna og hvað yrði í boði á laugardag.