Fjölskylduhelgin í Vestmannaeyjum er nú haldin í sjötta sinn um hvítasunnuna. Hefur hún vaxið með ári hverju en markmið helgarinnar er sem fyrr að hvetja fjölskyldur til aukinnar samvistar og hafa gaman saman. Í ár er yfirskrift helgarinnar “Víst er fagur Vestmannaeyjabær” en í boði er fjölbreytt afþreying víðsvegar um okkar stórkostlegu Heimaey þar sem fjölskyldur, vinir, Eyjamenn og gestir ættu að geta notið þess að vera saman og gera skemmtilega hluti.