Portsmouth hefur boðið Eyjamanninum Hermanni Hreiðarssyni nýjan samning en sem kunnugt er féll Portsmouth úr ensku úrvalsdeildinni og leikur í 1. deild á næstu leiktíð. Hermann hefur verið í herbúðum Portsmouth frá árinu 2007 og varð enskur bikarmeistari fyrstur Íslendinga með liðinu ári síðar. Hermann missti af lokasprettinum með Portsmouth á nýafstaðinni leiktíð en hann varð fyrir því óláni að slíta hásin og verður varla leikfær fyrr en í október.