Það var töluvert um að vera um helgina hér í Eyjum og var í ýmsu að snúast hjá lögreglu þar sem töluverður mannfjöldi var saman komin á skemmtistöðum bæjarins. Eitthvað var um pústra á og fyrir utan skemmtistaðina en engar kærur liggja hins vegar fyrir. Þá þurfti lögreglan að aðstoða fólk til síns heima þar sem hæfileikinn til að rata heim á leið hafði laskast eitthvað eftir skemmtanahaldið.