Þegar kemur að kosningum þurfa bæjarbúar að taka ákvörðun um hverja þeir vilja sem fulltrúa sína í bæjarstjórn næstu fjögur árin. Við rekstur bæjarfélags er í mörg horn að líta og margar ákvarðanir sem þarf að taka, bæði stórar sem smáar. Við sem setið höfum í meirihluta bæjarstjórnar síðastliðin fjögur árin höfum í ákvörðunum okkar haft hagsmuni allra bæjarbúa að leiðarljósi og einblínt á að bæta hag Vestmannaeyja og Vestmannaeyinga. Auðvitað eru íbúarnir ekki sáttir við allar þær fjölmörgu ákvarðanir sem teknar hafa verið á síðasta kjörtímabili en við höfum ávallt haft heildarhagsmuni Vestmannaeyja að leiðarljósi.