Lögreglan var í síðustu viku kvödd að heimahúsi einu hér í bæ en tilkynnt hafði verið um mikinn hávaða frá íbúðinni. Þegar að var komið, kom í ljós að þar voru vinir samankomnir sem höfðu gleymt sér í þjóðhátíðarspenningnum. Spiluðu þeir á gítar og sungu sem mest þeir máttu en lofuðu að hemja sig fram að Þjóðhátíð. Þetta kemur fram í dagbókarfærslu lögreglunnar sem má lesa hér að neðan.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst