Fyrstu ferð Herjólfs í dag, þriðjudaginn 7. september féll niður vegna veðurs. Á Stórhöfða voru 22 metrar á sekúndu klukkan 7:00 í morgun en ölduhæð við Landeyjahöfn var 3,0 metrar á sama tíma. Næsta ferð skipsins er áætluð frá Vestmannaeyjum klukkan 14:30 og frá Landeyjahöfn klukkan 16:00.