Nú hefur verið ákveðið að Herjólfur sigli aðra ferð til Þorlákshafnar á morgun. Farið verður frá Vestmannaeyjum klukkan 7:30 og frá Þorlákshöfn klukkan 11:15. Siglt verður samkvæmt áætlun til Landeyjahafnar síðdegis ef veður leyfir. Herjólfur fór í morgun eina ferð til Þorlákshafnar og flutti fólk og vörur til Eyja, m.a. mjólk sem hefur ekki verið fáanleg í Eyjum síðustu daga. Ekki hefur verið hægt að sigla til Landeyjahafnar þrjá síðustu daga.