Herjólfur siglir til Þorlákshafnar fram í næstu viku, segir framkvæmdastjóri hjá Vegagerðinni. Bæjarstjóri Vestmannaeyja vill að hugað verði að nýju skipi vegna siglinga í Landeyjahöfn. Veður og dýpi í Landeyjahöfn hafa komið í veg fyrir siglingar Herjólfs þangað í fjóra daga. Ekki hefur heldur verið hægt að sigla dýpkunarskipi í nýju höfnina. Bilanir í dýpkunarskipinu hafa einnig verið að valda vandræðum en stefnt er að því að það sigli til Landeyjahafnar á morgun.