Ófært hefur verið í Landeyjahöfn alla þessa viku en haft sem þar hefur myndast, lokar hafnarmynninu þannig að of grunnt er fyrir Herjólf. Samkvæmt heimildum Eyjafrétta var m.a. skoðað að loka Landeyjahöfn í vetur en Sigurður Áss Grétarsson, forstöðumaður hjá Siglingastofnun telur enga ástæðu til þess.