Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum að Topplið ÍBV tekur á móti KR á sunnudaginn kl. 17:30. ÍBV hefur spilað tvívegis við KR í sumar og tapað báðum leikjunum 1-0. Væntanlega situr leikurinn í Frostaskjóli eitthvað í mönnum og höfum við harm að hefna síðan þá. Leikir liðana hafa yfirleitt verið mjög spennandi og er ekki von á öðru en að áhorfendur muni skemmta sér vel á leiknum á sunnudag.