„Þetta er mun verra en við bjuggumst við,“ segir Óttar Jónsson, skipstjóri á dýpkunarskipinu Perlunni, sem er að dæla sandi úr botninum framan við Landeyjarhöfn. Hann segist allt eins eiga von á að skipið verði 4-5 daga að dýpka áður en Herjólfur getur farið að sigla inn í höfnina. Mælingamenn frá Siglingastofnun voru við mælingar við Landeyjarhöfn í gær og sagði Óttar að mælingin sýndi að bætt hefur í sandrifið sem lokar höfninni.