Andri Ólafsson, fyrirliði ÍBV var að vonum svekktur í leikslok. „Það var hrikalegt að klúðra víti og fá svo á okkur víti í staðinn. Það dró úr okkur en svo skoruðu KR-ingar glæsilegt mark og þá var þetta bara búið. En við héldum alltaf áfram en þetta var orðið erfitt í stöðunni 2:4. Við byrjuðum hræðilega, fengum á okkur tvö mörk á fyrstu fimm mínútunum en unnu okkur inn í leikinn og spiluðum vel í seinni hálfleik. En það dugði ekki til gegn KR enda eru þeir með eitt best spilandi lið deildarinnar eins og stendur og allt of dýrt að gefa þeim tvö mörk í forgjöf. Þeir voru góðir í dag, það verður ekkert tekið af þeim.“