„Þetta er niðurskurður upp á 180 milljónir á sjúkrasviði og hann er í raun ekki framkvæmanlegur. Niðurskurðurinn kallar á uppsagnir, laun eru 75% af útgjöldum stofnunarinnar og flestir starfsmenn eru með langan starfsaldur og þegar sex mánaða uppsagnafrestur auk sumarleyfis er liðinn, er fjárveitingin búin og þá verða menn að loka,“ sagði Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja, en gerir ráð fyrir að hann verði fljótlega kallaður til viðræðna við ráðuneytið um stöðuna.