Hildur Sólveig Sigurðardóttir, sjúkraþjálfari og íbúi í Vestmannaeyjum tók til máls á mótmælafundi á Stakkó í dag. Hildur er dóttir Drífu Björnsdóttir sem síðustu 17 ár hefur séð um að koma Eyjamönnum í heiminn á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja en í ræðu sinni sagði hún m.a. að ef af hugmyndum um niðurskurð verði, þá þurfi barnshafandi konur að flytja búferlum frá Vestmannaeyjum tveimur mánuðum fyrir settan fæðingrdag. „Þessi aðför að bæjarfélaginu okkar verður ekki liðin,“ sagði Hildur og spurði hvort ekki væri rétt að draga núverandi ríkisstjórn fyrir Landsdóm fyrir endurteknar morðtilraunir gegn Landsbyggðinni. Ræðu Hildar má lesa í heild sinni hér að neðan.