„Það er bara verið að spá og spekúlera,“ sagði Gísli Valur Einarsson, eigandi Hótels Þórshamars þegar hann var spurður hvort hótelið væri til sölu. „Það er verið að skoða þetta en ég ímynda mér að ekkert verði úr sölu, ég læt það ekki nema ég fái sanngjarnt verð,“ sagði Gísli en einn aðili hefur sýnt áhuga á að kaupa hótelið. „Það hefur ekki gengið ennþá, lánamarkaður er erfiður en ég til í að hætta og þá helst vegna þess að ég er orðinn gamall og ljótur. En ég vil ná mínu út úr þessu, þarf ekki meira.“