365 kjólar Gíslínu Daggar Bjarkadóttur, listakonu í Vestmannaeyjum, verða til umfjöllunar í Landanum, nýjum frétta- og þjóðlífsþætti, í Sjónvarpinu klukkan 19:40 í kvöld, sunnudagskvöld. Á næstu dögum lýkur eins árs gjörningi Gíslínu. Hún hefur safnað kjólum frá konum víðs vegar af landinu ásamt sögum um uppruna og notkun þeirra. Kjólasafnið er því brot úr kvennasögu þjóðarinnar.