Vinnueftirlitið á Suðurlandi gerir athugasemdir við öryggi við landgang í Landeyjahöfn. Samkvæmt mati eftirlitsins uppfyllir landgangurinn ekki þær öryggiskröfur sem gerðar eru til slíkra mannvirkja. Eftirlitsmaður frá Vinnueftirlitinu gerði úttekt á landgangi hafnarinnar í byrjun október. Nokkrar athugasemdir voru gerðar við öryggismál. Rúmar þrjár vikur eru síðan Herjólfur sigldi síðast til Landeyja og hefur eftirlitið því ekki tekið afstöðu til þess hvort loka þurfi landganginum þar sem hann er ekki í notkun.