Rúm 60 prósent áætlunarferða Herjólfs í Landeyjahöfn hafa fallið niður í september og októbermánuði. Höfnin hefur nú verið lokuð í rúmar þrjár vikur samfellt. Yfir 140 ferðum í Landeyjahöfn hefur verið aflýst það sem af september og októbermánuði samkvæmt upplýsingum frá Eimskip. Aðeins hluti þessara ferða hefur verið beint til Þorlákshafnar. Höfnin hefur nú verið lokuð í rúmar þrjár vikur samfellt.