Dæluskipið Perlan er byrjuð að dæla upp sandi við hafnarmynni Landeyjahafnar en skipið hélt úr höfn frá Vestmannaeyjum um sexleytið í morgun. Þegar þetta er skrifað sýnir öldudufl 1,2 metra ölduhæð við höfnina en Óttar Jónsson, skipstjóri Perlunnar segir aðstæður hentugar til að dæla upp sandi. Hann segir jafnframt að ástandi nú sé verra en fyrir helgi.