Sigurður Áss Grétarsson, forstöðumaður hafnasviðs Siglingastofnunar, segir það ekki rétt sem kom fram í hádegisfréttum að dælubúnaður í Landeyjahöfn sé ekki hagkvæm lausn. Það sem fréttamaður hafi haft eftir sér um óhagkvæmni eigi eingöngu við færanlegan dælubúnað í sjó. Annað gildi um fastan dælubúnað, sú lausn sé mun einfaldari eins og kom fram í gömlu viðtali sem birt var með fréttinni.