Dæmdur fyrir að veitast að starfsmanni barnaverndarnefndar
27. október, 2010
Karlmaður var dæmdur í sex mánaða óskilorðbundið fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Hann var meðal annars sakfelldur fyrir að veitast að starfsmanni barnaverndar Vestmannaeyjarbæjar sem var þá við skyldustörf. Hann nálgaðist starfsmanninn ógnandi í framkomu og með kreppta hnefa og hafði í frammi skipanir um að vera ekki að skipta sér af hans málum.