Eins og greint var frá hér á Eyjafréttum í gær hefur ekki verið hægt að panta kojur í Herjólfi fyrir siglingar til Þorlákshafnar. Eina leiðin til að fá koju hefur verið að mæta tímanlega fyrir brottför í afgreiðslu skipsins og reyna komast yfir koju. Þetta hefur haft í för með sér mikla örtröð við afgreiðslu Herjólfs, sérstaklega á álagstímum. Nú hefur Eimskip hins vegar ákveðið að hægt sé að panta kojur í gegnum skrifstofuna í Vestmannaeyjum í síma 481-2800. Panta verður koju með sólarhrings fyrirvara.