Nú í hádeginu var dregið í 16-liða úrslitum Eimskipsbikar karla og 1. umferð Eimskipsbikar kvenna. ÍBV átti tvö lið í pottinum, kvennaliðið og B-lið karla. Karlarnir fá verðugt verkefni því ÍBV tekur á móti úrvalsdeildarliði Hauka, líklega stórleikur umferðarinnar. Í kvennaflokki fengu Eyjastúlkur einnig heimaleik og eins og karlarnir, taka þær á móti Haukum en Haukar unnu ÍBV um síðustu helgi í Íslandsmótinu.