Síðdegis í gær var talsverð hálka í Vestmannaeyjum. Ökumaður 60 tonna grindabómukrani fékk að kynnast því þegar hann var að keyra krananum upp Strembugötuna. Þegar kraninn var hálfnaður á leiðinni, komst hann ekki lengra sökum hálkunnar og byrjaði skömmu síðar að renna aftur á bak niður snarbratta götuna.