Í tilefni af Degi stærðfræðinnar stóð Grunnskóli Vestmannaeyja fyrir fjórþraut fyrir nemendur á mið- og unglingastigi. Sett var fram ein þraut á dag, frá mánudeginum í síðustu viku og fram á fimmtudag en lausnum skiluðu nemendur á skrifstofu skólans. Í morgun voru svo veitt verðlaun fyrir besta árangurinn.