Berglind Björg Þorvaldsdóttir, leikmaður ÍBV í knattspyrnu hefur verið kölluð inn í íslenska A-landsliðshópinn en liðið tekur þátt í Algarve-mótinu í Portúgal þessa dagana. Berglind tekur sæti Kristínar Ýrar Bjarnadóttur úr Val sem meiddist og er á heimleið. Þar með eru þrjár stelpur frá Vestmannaeyjum í landsliðshópnum, skytturnar þrjár mætti kannski segja enda eru þær allar sóknarmenn.