Í dag gleðjast Eyjamenn með sjómönnum en hátíðahöldin við Friðarhöfn hefjast klukkan 13:00. Þar verða hefðbundin atriði eins og koddaslagur, kapparóður, spretthlaup á sjónum, keppni bestu netamanna flotans. Auk þess verða óhefðbundin atriði sem enginn ætti að missa af. M.a. verður hægt að komast í stutta sjóferð með Ribsafari. Dagskrá næstu tveggja daga má sjá hér að neðan.