Tonny Mawejje, leikmaður ÍBV, var maður leiksins þegar Úganda sigraði Guinea Bissau 2-0 í undankeppni Afríkumótsins í fyrradag. Úganda er í fínum málum eftir þennan sigur og töluverðar líkur eru á að liðið komist í úrslitakeppni Afríkumótsins sem fer fram í byrjun næsta árs. Tonny lék allan leikinn á miðjunni og fékk 9 í einkunn hjá Sunday Monitor fyrir frammistöðu sína.