Páley Borgþórsdóttir, formaður bæjarráðs, segir ekkert of sagt í ályktuninni og varar ekki síst við minna frumvarpinu sem sé í raun úlfur í sauðagæru. „Það er verið að telja okkur trú um að það sé lítið og saklaust og skipti litlu máli fyrir okkur. Svo er alls ekki því það opnar allar gáttir að stóra frumvarpinu,“ sagði Páley og vill ekki sætta sig við að Eyjamenn þurfi aftur að upplifa fólksfækkun og atvinnumissi áranna eftir 1990 þegar hér fækkaði um 1000 manns.