Ástríður Jóna Guðmundsdóttir liggur hryggbrotin á bæklunardeild Landspítalans í Fossvogi eftir að hafa fallið úr yfir tveggja metra hæð í Spröngunni í Vestmannaeyjum. Hún segir að merkingar á staðnum hefðu mátt vera betri, en leggur áherslu á að við engan sé að sakast, þetta hafi einfaldlega verið slys.