Nú er fyrsta stóra ferðahelgi ársins hafin og er búist við að rúmlega 2000 manns sæki Vestmannaeyjar heim í tengslum við Pæjumót TM. Þá er ótalið það fólk sem kemur um helgina vegna annara viðburða. ÍBV leggur mikið á sig til þess að gestum líði sem best á meðan dvöl þeirra stendur og fari héðan með góðar minningar.