Nokkur fjöldi fólks er nú fastur í Vestmannaeyjum en Herjólfur siglir ekki fleiri ferðir í dag vegna bilunar í annarri aðalvél ferjunnar. Sigurmundur Einarsson, sem rekur ferðaþjónustuna Viking Tours í Eyjum, segir margt fólkið eiga að mæta til vinnu á morgun í sinni heimabyggð.