Nýjasta æðið úti hinum breiða heimi er eitthvað sem hefur verið kallað að planka hér á landi. Eins og sönnum Íslendingum sæmir hefur landinn tekið þetta æði föstum tökum og er nú plankað út um allar koppagrundir. Áhöfnin á Huginn VE þykir afburða snögg að læra ný vinnubrögð sem til þessa hafa nær einvörðungu miðast við veiðimennsku út á sjó. En nú hafa Huginsmenn plankað síðustu daga og hafa sumir lagt meira á sig en aðrir í þessari nýjustu þjóðaríþrótt Íslendinga.