Það var mikið um að vera í Eyjum um helgina. Shellmótið fór vel fram eins og venjulega og er mótið orðið eitt af bestu vörumerkjum Eyjanna. Reiknað er með að á fjórða þúsund manns hafi sótt mótið að þessu sinni. Það mun vera mesti fjöldi mótsgesta til þessa, Tilkoma Landeyjahafnar hefur þar örugglega haft sitt að segja. Og þá stóð Hermann Hreiðarsson, sá kunni Eyjamaður og knattspyrnumaður fyrir sínu árlega Herminator golfmóti, og bauð til sín fjölda gesta, þekktra sem óþekktra. Allur hagnaður af mótinu rennur til góðgerðarmála. Og veðrið lék Eyjamenn og gesti þeirra allan tímann.