KFS tók í dag á móti KH í B-riðli 3. deildar karla en KH var fyrir leikinn í næst neðsta sæti riðilsins og hafði aðeins unnið einn leik, gert eitt jafntefli og tapað þremur. KFS hafði hins vegar gengið öllu betur en Eyjamenn hafa unnið þrjá leiki en þriðji tapleikurinn kom hins vegar í dag. Lokatölur urðu 1:2 en staðan í hálfleik var 1:0 fyrir KFS.