Karlalið ÍBV er komið í undanúrslit í bikarkeppninni eftir 1:2 sigur á 1. deildarliði Fjölnis. Liðin áttust við í Grafarvoginum í kvöld en staðan í hálfleik var 0:0. Lokahluti leiksins var fjörugur, Bryan Hughes kom ÍBV yfir úr vítaspyrnu á 76. mínútu en heimamenn jöfnuðu aðeins fimm mínútum síðar. Það var svo varnarmaðurinn Brynjar Gauti Guðjónsson sem tryggði ÍBV sigurinn með skalla á 86. mínútu og þar við sat.