St. Patrick’s Athletic, andstæðingar ÍBV í Evrópudeild UEFA, töpuðu í annað sinn á fjórum dögum í gærkvöld en Shamrock Rovers lagði þá að velli, 1:0, í uppgjöri efstu liðanna í írsku úrvalsdeildinni. Lið St. Patrick’s hafði ekki tapað í 14 leikjum í röð áður en það mætti ÍBV á Hlíðarenda síðasta fimmtudag, en þá tapaði það líka 1:0 gegn Eyjamönnum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst