Rannsóknarnefnd sjóslysa skoðar atvik sem varð við Landeyjahöfn fyrir rúmri viku þegar Herjólfur snerist og stefndi að öðrum varnargarði hafnarinnar. Heimildamenn telja að legið hafi við stórslysi en um 300 farþegar voru um borð, flestir ungir fótboltastrákar. Þetta kom fram í fréttum RÚV.