Á fundi framkvæmda- og hafnarráðs Vestmannaeyjabæjar í gærdag kom fram að eitt tilboð barst í rekstur á upptökumannvirki hafnarinnar, sem senn verður tilbúið eftir tjón sem þar varð fyrir nokkrum árum. Reksturinn á upptökumannvirkinu var boðinn út á EES svæðinu og sóttu fimm aðilar útboðsgögn en eingöngu eitt tilboð barst og var það frá Skipalyftunni hf. í Eyjum. Ráðið hafnaði tilboðinu.