4. maí tókst að opna Landeyjahöfn aftur fyrir siglingum Herjólfs og hefur þeim verið haldið uppi síðan. Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hafa einhverjar ferðir fallið niður eða verið seinkað vegna veðurs, viðhalds og/eða bilana á skipi. Þessi frávik eru þó mun færri heldur en ætla mætti af umfjöllun fjölmiðla. Í júní flutti Herjólfur um 44.000 farþega milli lands og Eyja.