Elínborg Ingvarsdóttir og Julie Nelson skrifuðu í vikunni undir samning við ÍBV út tímabilið 2012. Þetta eru afar jákvæðar fréttir fyrir ÍBV því Nelson hefur sýnt það í sumar að hún er einn sterkasti varnarmaður deildarinnar og því lykilmaður í liði ÍBV. Nelson gekk í raðir ÍBV fyrir tímabilið en hún kemur frá Norður-Írlandi og er 26 ára gömul.