Í grein í Morgunblaðinu í dag hafði forstjóri Björgunar uppi stór orð um Landeyjahöfn. Að hans sögn á höfnin að vera hættuleg og kostnaðarsamt að hafa hana opna að vetrarlagi. Svipuð sjónarmið heyrðust vissulega í vetur þegar aðstæður í Landeyjahöfn voru erfiðar, mikið af gosefnum úr Eyjafjallajökli hafði borist fyrir höfnina en veður voru of slæm fyrir dýpkunarskip til athafna. Hafnargerð fylgir alltaf mikil röskun og dæmin sýna að tíma tekur að komast fyrir byrjunarörðugleika.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst