Viðgerð, sem stóð yfir í nótt á stefnislokum Herjólfs er nú lokið. Skipið heldur af stað í sína fyrstu ferð núna klukkan 10:30 frá Vestmannaeyjum og 12:00 frá Landeyjahöfn. Allar ferðir skipsins í dag verða af þessum sökum tveim klukkutímum á eftir áætlun.