Nóttin var með rólegra móti hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum miðað við verslunarmannahelgi. Fjórir voru teknir með fíkniefni til einkaneyslu og einn var tekinn fyrir ölvunarakstur. Þá var enginn látinn gista fangageymslur vegna afbrota. Hins vegar leituðu þrír einstaklingar á náðir lögreglu og fengu að gista í fangaklefunum því þeir fundu ekki tjaldið sitt og höfðu lent í einhverju minniháttar veseni að sögn lögreglunnar á staðnum.